top of page

Lög  Skógræktarfélags Akraness.  Samþykkt á aðalfundi 31. maí 2021

 

1. gr.  Félagið heitir Skógræktarfélag Akraness. Heimili þess og varnarþing er á Akranesi.

 

2. gr. Tilgangur félagsins er að vinna að trjárækt, landbótum og gróðurvernd og stuðla að greiðu aðgengi að skógræktarsvæðum Akraness til heilsueflingar og útivistar.

 

3. gr. Félagið vill ná tilgangi sínum með því að:

a) styðja við skógrækt einstaklinga, félaga, fyrirtækja, stofnana og skóla og úthluta þeim tímabundnum rækturnarreitum sem skilgreindir eru til slíkra nota.

b) fræða félagsmenn um skógrækt, landgræðslu og gróðurvernd og gildi skóga.

c) vinna að umhirðu skógarsvæða í bæjarlandinu í samráði við Akranesbæ.

 

4. grein  Félagar teljast:

a) þeir sem greiða félagsgjald. Aðalfundur ákveður félagsgjaldið.

b) heiðursfélagar skv. ákvörðun stjórnar

 

5.grein

Félagið er meðlimur í Skógræktarfélagi Íslands.

 

6.grein

a) Stjórn félagsins skipa sjö félagar og allt að sjö til vara. Aðalfundur kýs formann félagsins og 6 meðstjórnendur og allt að sjö í varastjórn og tvo skoðunarmenn ársreikninga. Stjórnin skiptir með sér verkum.

b) Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.

c) Aðalfundur kýs Viðburðanefnd. Aðalfundur getur falið stjórn félagsins að velja Viðburðanefnd.

d) Viðburðanefnd sér um skipulagningu og stjórn stærri viðburða á vegum félagsins í samráði við stjórnina.

 

7.grein

a) Aðalfundur skal haldinn árlega, helst fyrir miðjan maí. Stjórn félagsins ákveður fundarstað og tíma og boðar til fundarins m.a. með því að senda fundarboð til félagsmanna með a.m.k. viku fyrirvara.

b) Dagskrá aðalfundar skal vera:

            Skýrsla um störf félagsins síðastliðið ár

            Endurskoðaðir reikningar.

            Tillögur um félagsgjald

            Lagabreytingar

            Kosningar skv. 6 grein laganna

            Önnur mál

c) Aðalfundur kýs heiðursfélaga eftir tillögu stjórnarinnar.

d) Á aðalfundi hafa skuldlausir félagar atkvæðisrétt.

 

8. grein

Skógræktarfélag Akraness var stofnað 18. nóvember 1942. Það hættir störfum ef það er samþykkt á tveimur lögmætum aðalfundum í röð með að lágmarki 3/4 greiddra atkvæða á hvorum fundinum og ráðstafar sá seinni eignum félagsins.

 

9. grein

Lögum þessum verður eigi breytt nema á lögmætum aðalfundi með 3/4 greiddra atkvæða. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

bottom of page